Tré og himinn

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1990

Safn ljóða eftir sænska skáldið Tomas Tranströmer í íslenskri þýðingu Njarðar. Tranströmer hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1990 fyrir bókina För levande och döda, en hún er þýdd í heild í þessu safni.

Úr bókinni:

Flugrit

Þögul heift krotar á vegginn hið innra.
Ávaxtatré í blóma, gaukurinn kallar.
Það er deyfisvefn vorsins. En þögul heiftin
málar vígorð sín afturábak í bílageymslum.

Við sjáum allt og ekkert, erum bein eins og sjónpípur
í höndum fælinnar áhafnar undirheima.
Það er stríð mínútnanna. Brennandi sólin
yfir sjúkrahúsinu, bílastæði þjáningarinnar.

Við erum lifandi naglar reknir í þjóðfélagið!
Sá dagur kemur að við losnum frá öllu.
Við finnum byr dauðans undir vængjum
og verðum mildari og villtari en hér.

(50)