Töframaðurinn frá Lúblin

Þýðandi: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1979

Um þýðinguna

The Magician of Lublin eftir Isaac Bashevis Singer. Hjörtur Pálsson þýddi úr ensku.

Töframaðurinn frá Lúblín gerist í Póllandi seint á 19. öld. Jasia Mazúr virtist flest til lista lagt. Hann átti góða konu og gott heimili og á sýningarferðum sínum naut hann vaxandi frægðar og fór ekki varhluta af hylli kvenna. En hann var ástríðufullur maður og mikið vill alltaf meira. Dag einn verður honum ljóst að líf hans er komið í hnút og úr vöndu að ráða. Eitt er að vilja og annað að geta. Og maðurinn lifir í senn í samfélagi og undir lögmáli guðs. Gyðingur verður ætíð gyðingur og torvelt getur orðið að slíta þau bönd sem tengja manninn við uppruna hans, erfðir og menningarumhverfi. Í Töframanninum frá Lúblín er atburðarásin hröð og dramatísk og mannlýsingar lifandi, en jafnframt er bókin dæmisaga, full af lífsvisku, fegurð og mannúð, eftir höfund sem kann til hlítar þá list að segja sögu. 

Úr Töframanninum frá Lúblín

“Hver lætur sig nokkru skipta hverju þú trúir?” sagði Jasia sem allt í einu var orðinn þreyttur á þessu. Schmul var ekkert annað en heimskur kjaftaskur sem ekki gat einu sinni hugsað fyrir sjálfan sig. Þeir sjá með eigin augum, en trúa engu, hugsaði Jasia. Um Jentel, konu Schmuls, vissi hann ýmislegt sem hefði getað gert þennan mikla aulabárð snaróðan. Já, allir þegja vandlega yfir einhverju sem öðrum er ekki kunnugt. Hver maður á sín leyndarmál. Hefði veröldin einhvern tíma fengið að vita hvað var að gerast í hugarfylgsnum hans, hefði verið búið að loka Jasia inni á geðveikrahæli fyrir löngu.

(s. 16)