Tíu myndir úr lífi þínu: sögur um þykjustuleiki og alvörudrauma

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1983
Flokkur: 

Úr Tíu myndir úr lífi þínu:

Mér finnst gott að kúra hjá mömmu á morgnana, hún er svo mjúk og það er svo gott að koma við hana og láta hana anda á sig…Þá teygi ég hausinn upp að andlitinu á henni svo að munnurinn á mér er fast við munninn á henni og svo andar mamma og þá fer hennar and alveg ofan í kok á mér og þá kyngi ég og þá veit ég að ég er með mömmu and í maganum. Mamma veit ekkert af þessu, hún sefur svo fast og hana dreymir svo mikið. Ég sé á augunum á henni hvað hana dreymir mikið. Þau hreyfast fram og til baka eins og kúlurnar inni í stofuklukkunni gera. Mamma sagði einu sinni að fólk væri að dreyma þegar augun hreyfðust í svefninum. Mig langar að vera með mömmu í draumunum hennar því að mínir draumar eru svo leiðinlegir og ég er oft svo hrædd í þeim.

(s. 10 )