Til í að vera til

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2019
Flokkur: 

Um bókina

Til í að vera til er sjötíu vísna kver þar sem Þórarinn Eldjárn yrkir af alkunnri hugkvæmni og fimi um króka og kima tilverunnar, smáatriðin jafnt sem þau stóru. Veðurfræði og sjálfsrækt, falsfréttir og hrossakjöt, þrasismi og íslenskt mál, kveðskapur og fjallatrú koma til tals ásamt ótalmörgu öðru; bókin er glaðlegur óður til lífsins hér og nú.

Úr Til í að vera til


Ort

Það er ekkert hollt að yrkja
þó einhverjir telji það styrkja
huga og hönd
og háfleyga önd
og vannýttar auðlindir virkja