Til fiskiveiða fóru

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2005

Going Fishing eftir Bruce McMillan.

Um bókina:

Í bókinni Til fiskiveiða fóru segir frá dreng sem fer á veiðar með afa sínum og lærir ýmislegt um fisk og fiskveiðar.

Í litlu fiskiþorpi á Íslandi eru tveir bátar að fara í róður. Friðrik Örn fær að fara með öðrum þeirra. Friðrik afi hans veiðir á stöng. Haddi afi notar net til að veiða hrognkelsi, sem er ekki fallegasti fiskur í heimi. Bókin er skreytt fjölda ljósmynda frá Breiðafirði og í lok bókarinnar eru fræðslukaflar um þorskinn og hrognkelsið.