Þjóðsögur og sagnir úr Kópavogi

Höfundur: 
Staður: 
Kópavogur
Ár: 
1996

Höfundar : Anna Hedvig Þorsteinsdóttir og Inga Þóra Þórisdóttir. Höfundar sáu um útgáfuna ásamt Þórði Helgasyni.

Af bókarkápu:

Lengi hefur verið vitað um þjóðsögur og sagnir tengdar Kópavogi. Margar hafa lifað í munnmælum manna en fáar birst á prenti fyrr en nú.
Í þessari bók er víða leitað fanga og rætt við ótal sagnamenn og -konur sem kunna frá ýmsu að segja. Hér er miðlað miklum fróðleik á fjörlegan og lipran hátt svo úr verður sannkallaður sagnasjóður - dýrmætur arfur sem ekki má glatast komandi kynslóðum. Hann er hluti af sögu Kópavogs og þar með landsins alls.