Þjóðgildin

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2010
Flokkur: 

Um bókina:

Hvernig samfélag viljum við vera? Hvaða gildi viljum við rækta?
Í bókinni er fjallað um gildin sem viska fjöldans valdi á Þjóðfundinum 14. nóvember 2009:

heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, kærleikur, ábyrgð, frelsi, sjálfbærni, lýðræði, fjölskylda, jöfnuður og traust.

Gunnar Hersveinn fjallar um hvert og eitt gildi og hvetur til samræðu um samfélag þar sem nægjusemin stígur fram og græðgin hopar á fæti.

Of lengi hafa of fáir farið með vald þjóðarinnar án auðmýktar. Íslendingar eru óánægðir lýðræðissinnar sem geta tekið valdið til sín aftur. Í bókinni er fjallað um hvernig efla megi lýðræði og jöfnuð, samábyrgð og frelsi á nýjan leik í þágu almennings. Samfélagið vex ef það gefur öðrum af gnægð sinni, þekkingu og hugviti með það fyrir augum að efla lífsgæðin í heiminum.

Ósk og þrá þjóðarinnar býr í gildunum sem valin voru á Þjóðfundinum. Þjóðin vill sporna gegn spillingu og græðgi tíðarandans, og móta heiðarlegt samfélag sem byggir á virðingu, jafnrétti, réttlæti og kærleika.