Þitt eigið ævintýri

Þitt eigið ævintýri
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2017
Flokkur: 

Evana Kisa myndlýsti. Bókin er prentuð með letrinu Dyslexie sem auðveldar lesblindum að lesa.

Um bókina

Þitt eigið ævintýri er öðruvísi en aðrar bækur. Hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Sögusviðið er stórhættulegur ævintýraskógur, stútfullur af fuðruverum og óvættum. Mundu enda í úlfsmaga eða læturðu glepjast af girnilegu piparkökuhúsi? Viltu klifra upp risastóra baunagrasið eða nær þyrigerðið að krækja í þig? Þitt er valið!

úr bókinni

Gamlar þjóðsögur og ævintýri hræða þig ekki. Sagan um tröllið var pottþétt samin svo litlir krakkar væru ekki að fara yfir gamlar og ónýtar brýr. Það er ekkert undir henni nema vatn. Þú herðir upp hugann og stendur grafkyrr við brúarsporðinn.

Hlustar.

Og tekur nokkur skref.

Ekkert gerist.

"Snilld" hugsarður, arkar af stað og hefur tekið nákvæmlega fimm skref þegar eitthvað byrjar að emja.

Eitthvað undir brúnni.

Þú frýst. Hvað áttu að gera? Er þetta tröll? Eða er einhver að stríða þér? Eigandi raddarinnar kveinar og vælir, fúnar spýturnar í brúnni titra og skjálfa. Þig langar að hlaupa en þú getur ekki hreyft þig af hræðslu. Tröllið eða hvað-sem-þetta-er orgar hátt og nær loks að breyta óhljóðunum í orð.

"Hver...?" heyrist undan brúnni. Þig langar að svara en það eina sem þú nærð að umla er:

"É-é-é..." Þú skelfur og þarft að beita öllum kröftum til að fara ekki að grenja. Veran heldur áfram að vola undir fótunum á þér og nær loks að mynda heila setningu.

"Hver ... er að trampa ... á brúnni minni?" veinar blaut og hræðileg rödd. Það er næstum eins og veran undir brúnni sé með munninn fullan af einhverju. Ef stíflað klósett gæti talað myndi það hljóma nákvæmlegaq svona. Þú emjar af hræðslu.

"Hver ... er að trampa ... á brúnni minni?"  vælir röddin aftur, reiðari í þetta skiptið. Þú ert 100% viss um að það er tröll undir brúnni. Þú verður að segja eitthvað og þú skalt gjöra svo vel að gera það núna!

Hvað ætlarðu að gera?

Þetta tröll vill greinilega geitur að borða og þess vegna er best að láta vita að þú sért ekki geit. Flettu á blaðsíðu 68.
Þetta tröll hlýtur að vera skíthrætt við geithafra, svona miðað við hvað gerðist síðast. Ef þú vilt þykjast vera geithafur skaltu fletta á blaðsíðu 27.
Ef þú vilt hlaupa yfir brúna skaltu fletta á blaðsíðu 233 eins og skot!

(s. 160-161)