Þín eigin saga: Draugagangur

Þín eigin saga: Draugagangur
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2019
Flokkur: 

Evana Kisa myndlýsti

um bókina

Þín eigin saga: Draugagangur fjallar um draugalegt hús og skrautlega íbúa þess: sofandi og vakandi drauga, dularfullar dúkkur, myglaða mjólk – og ÞIG.

úr bókinni

Þú klöngrast yfir drasl og læðist að hurðinni sem er til hægri.

Tekur varlega í hurðarhúninn.

Opnar dyrnar.

Stígur inn.

Lokar á eftir þér.

Snýrð þér við.

"Ó, nei," hvíslar þú.

Þetta er gangur.

Það eru draugar alls staðar!

Þeir eru í loftinu.

Þeir eru á gólfinu.

Þeir standa hálfir út úr veggjunum.

"Draugar eru til!" hvíslar þú. "Þeir eru til!"

Draugarnir eru allir steinsofandi.

Sumir liggja.

Sumir standa.

Sumir fljóta í lausu lofti.

Einn er meira að segja sofandi svo djúpt inni í veggnum að bara rassinn á honum sést.

Gangurinn er fullur af draugum!

"Vá!" hvíslar þú. "Þetta er drauga-gangur!"

HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA?

Ef þú vilt læðast eftir drauga-ganginum án þess að vekja draugana sklatu fletta varlega á blaðsíðu 49.

Ef þú vilt vekja alla draugana og sjá hvað gerist skaltu fletta á blaðsíðu 60.

(s. 27-29)