Þín eigin saga: Búkolla

Þín eigin saga: Búkolla, Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2018
Flokkur: 

Evana Kisa myndlýsti. Bókin er prentuð með letrinu Dyslexie sem auðveldar lesblindum að lesa.

Um bókina

Þín eigin saga – Búkolla fjallar um snjalla kú, beljandi fljót, óðar skessur, brjálað naut, logandi bál, stærðarinnar bor – og ÞIG.

ÞVÍ ÞÚ RÆÐUR HVAÐ GERIST!

Mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur – það eru meira en tíu mismunandi sögulok!

 

Úr bókinni

Þú ákveður að flýja ekki. Sem þýðir að þú ert algjör hetja.

Suðið í bornum verður hærra.

Og hærra!

Allt í einu heyrist hátt brothljóð. Eins og einhver hafi brotið gulrót. Þetta er fjallið að brotna í tvennt.

"Ó, nei!" hvíslar Karlsson.  "Ég er svo þreyttur. Ég get ekki hlaupið lengra."

Þú gengur að sprungunni.

Þú gægist í gegn.

Þú sérð skessurnar.

Skessurnar sjá þig!

Um leið öskra þær.

Öskrin bergmlála eftir sprungunni. Sprungan er ekki nógu breið fyrir skessurnar en ef þær halda áfram að bora munu þær komast í gegn.

Þú verður að troða einhverju í sprunguna til að stoppa þær!

HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA?

Ef þú vilt reyna að troða þér inn í sprunguna skaltu fletta á blaðsíðu 44.

Ef þú vilt reyna að fá skessurnar til að troða sér í sprunguna skaltu fletta á blaðsíðu 57.

(s. 39-40)