Þá hlógu goðin

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2003
Flokkur: 


Sagan birtis í bókinni Auga Óðins. Sjö sögur úr norrænni goðafræði.

Úr Þá hlógu goðin:

„Fréttin barst eins og elding um Ásgarð og olli andþrengslum og stunum: Skessan Angurboða hafði eignast þrjú afkvæmi í Jötunheimum. Og faðirinn? Hver nema Loki Laufeyjarson. Gyðjurnar gáfu Sigyn konu hans auga í laumi. Hún gekk um þögul og alvarlegt andlitið kríthvítt. En þetta var ekki það versta. Það var löngu vitað að Loki var sífellt að gera eitthvað af sér og goðunum kom það ekki á óvart lengur. Það versta var spádómur völunar. Spádómur sem sagði að af þessum systkinum myndi mikið mein og margvísleg óhöpp stafa. Ekki síst úlfi sem hún kvað mundu gleypa himintunglin öll, stjörnur, Sól og Mána. Óðinn sat í Hliðskjálf þungur á brún og horfði hvössu auga út í fjarskann. Enginn fékk leyfi til að sitja í þessu hásæti nema hann, alfaðirinn sjálfur, og úr því sá hann yfir gjörvallan heiminn: Ásgarð, Miðgarð og Jötunheima. Hann gat fylgst með athöfnum manna og jötna þegar eitthvað alvarlegt var á seyði. Og nú var sannarlega ástæð till að skyggnast um. Umhverfis hann sátu æsir og gyðjurnar með öndina í hálsinum og biðu eftir fréttum.“

(s. 59)