Teitur í heimi gulu dýranna

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1999
Flokkur: 


Myndir: Sigrún Eldjárn.

Úr Teiti í heimi gulu dýranna: 

Langt inni í skóginum utan við þorpið er hús Tímóteusar. Árum saman kom þangað ekki nokkur lifandi sála ótilneydd nema Tímóteus sjálfur. Hann var svo illgjarn og vondur að menn forðuðst hann. Það var líka full ástæða til þess því hann var uppfullur af alls kyns illum áformum um að ná heimsyfirráðum. Hann vildi öðlast auð og völd hvað sem það kostaði. En óvæntir atburðir urðu til þess að hann komst í kynni við Teit og með hjálp hans og Gloríu, skjaldbökunnar sinnar, tók hann sinnaskiptum. Nú er hann miklu betri manneskja en áður og gerir næstum eingöngu góðar uppfinningar. Á þessari stundu situr hann sallarólegur og afslappaður inn í tækjaherberginu sínu, niðursokkinn í að reikna út hvernig hann geti búið til ævintýralegt skemmtitæki handa börnunum í þorpinu fyrir þjóðhátíðardaginn.

(s. 13)