Systir læknisins

Útgefandi: 
Staður: 
Akureyri
Ár: 
1959
Flokkur: 

Úr Systur læknisins:

Bæjarstjórinn réttir lækninum höndina, en um leið og þeir heilsast, horfast þeir í augu. Bæjarstjórinn kippir snöggt og ósjálfrátt að sér höndinni. Hverju mætir hann í augum þessa ókunna læknis, sem brennir sig þegar inn í vitund hans og stingur hann eins og sárbeitt egg? Hvar hafa þeir sézt áður? Bæjarstjórinn stendur sem í leiðslu nokkur andartök, en svo áttar hann sig og lítur að nýju á lækninn og virðist þá eins og nístandi kalt hæðnisbros líða yfir frítt og sviphreint andlit hans. Læknirinn er honum fullkomin ráðgáta. – Hvar er farangur yðar? spyr bæjarstjórinn þurrlega. - Hann er hér. Læknirinn bendir á ferðatöskur sínar, sem standa á hafnargarðinum skammt frá þeim. - Ég fæ vörubíl að aka farangri yðar heim að sjúkrahúsinu, gerið þér svo vel að setjast upp í bílinn minn. Hann opnar afturhurðina á bíl sínum. Læknirinn stígur inn í bíl bæjarstjórans, en hann gengur að vörubíl, sem stendur á hafnargarðinum og gefur sig á tal við bílstjórann. Hildur situr ein í bíl föður síns. Hún hefir virt unga, ókunna lækninn fyrir sér, á meðan hann ræddi við föður hennar, og veitt athygli svipbrigðum þeirra beggja. Hvar hefir hún séð lækninn áður? Á því getur hún ekki áttað sig, en henni finnst hún kannast svo greinilega við hann. Ef til vill hefir hún aðeins séð hann í draumi, þar til nú, en hann er sá glæsilegasti maður, sem hún hefir augum litið í veruleikanum.

(s. 12-13)