Sýslumannsdóttirin

Útgefandi: 
Staður: 
Akureyri
Ár: 
1961
Flokkur: 

Úr Sýslumannsdóttirin:

Utan úr kvöldkyrrðinni berast glaðværar kvenraddir inn til þeirra um opinn stofugluggann. Pálmi rís á fætur, gengur út að glugganum og lítur út. Elsa og Stína standa úti á hlaðinu. Nú má hann ekki missa tækifærið til að ná tali af Elsu. Hann þakkar fyrir kaffið og hraðar sér út úr húsinu. Hann nemur staðar hjá Elsu og býður gott kvöld. „Gott kvöld.“ „Ætlar þú ekki á dansleikinn, Elsa?“ spyr hann brosandi. „Jú.“ „Má ég þá bjóða þér að vera með í bifreiðinni?“ „Ég þakka þér fyrir, en við erum tvær.“ „Tvær!“ „Já, Stína verður með mér.“ „Svo-o, ég hélt það yrði aðeins þú ein, Elsa.“ Pálmi hættir að brosa. „Jæja, en það er allt í lagi með okkur. Pabbi á nóga hesta.“ „Hvað! Þið verðið auðvitað með í bifreiðinni.“ „Jæja, fyrst þú býður okkur báðum far, þá þiggjum við það. Við skulum vera fljótar að búa okkur.“ Þær hlaupa léttar í spori inn í húsið. En Pálmi horfir svipþungur á eftir þeim. Nú var það vinnustelpan, sem Elsa þurfti að hafa með sér. Ein ætlaði hún ekki að fara með honum á dansleikinn. En næst skal hann sjá svo um, að annað hvort verði það hún ein eða engin, sem ekur með honum.

(s. 21-2)