Svörtuloft

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2009
Flokkur: 
Um bókina:

Kona sem er sökuð um fjárkúgun er barin til ólífis nánast fyrir augum lögreglunnar. Árásarmaðurinn kemst undan á hlaupum og allt bendir til þess að þar sé handrukkari á ferð. Rannsókn málsins fellur í óvæntan farveg en meðan á henni stendur reynir kunnur ógæfumaður ítrekað að ná sambandi við lögregluna með afar óljóst erindi.

Bókin tilheyrir bókaflokki Arnaldar um Erlend og lögregluteymi hans, en hér er Sigurður Óli í aðalhlutverki. Erlendur er fjarverandi, líkt og í bókinni á undan, Myrká (2008).