Sveinstykki

Útgefandi: 
Ár: 
2003
Flokkur: 

Sveinstykki eftir Þorvald Þorsteinsson var frumsýnt 4. desember 2003 og síðan endurfrumsýnt í Gamla bíó 12. mars 2004. Arnar Jónsson fór með titilhlutverkið.

Úr kynningu á verkinu:

Sveinstykki er grátbrosleg frásögn af Sveini Kristinssyni. Sveinn er fyrirmyndarmaður í hvívetna, snyrtilegur, samviskusamur, kurteis og sjálfum sér samkvæmur. Samkvæmt öllu ætti allt að vera í hinu fínasta besta. En af hverju virðist líf hans vera ein rjúkandi rúst? Þetta er spurningin sem Sveinn stendur frammi fyrir. Það er gleðidagur í lífi Sveins, hann er sextugur og á fjörutíu ára starfsafmæli og því er hann svoldið undrandi þegar fortíðin skýtur upp kollinum í afmælisveislunni hans. Hann neyðist til að spurja sig spurninga sem hann hefur aldrei horfst í augu við. Dugði málsháttasafnið á náttborðinu kannski ekki til þess að halda lífi í hjónabandinu? Átti hann að segja það upphátt að hann vildi stöðuhækkun? Og afhverju sagði mamma aldrei neitt? Ráðgátan sem Sveinn þarf að kljást við er lífsspurningin sjálf, en gallinn er sá að Sveinn skilur ekki spurninguna. Hann er maður sem stendur við sannfæringu sína og hikar hvergi á braut sinni til rólegs fjölskyldulífs og öryggis í hvívetna. Öllu skal til þess fórna að ekkert óvænt komi upp á. En er hægt að gera svo rétt að það verði rangt?