Svefneyjar

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1966
Flokkur: 

Úr Svefneyjum:

Tímaland

 Sléttan hvílist undir hjarni.
 Leirhnúkar standa vörð, albúnir að snúast gegn vorinu, en snjókarlar bera stjörnuskin fyrir blótneyti sem móka hjá jötu barnsins. Örlögin drepa fingrum í laugarvatnið, og geldenglar syngja.
 Á slíkum stundum ganga tindarnir um með reykelsi og votta virðingar.
 Innsigli mitt er brotið!
 Hver hefur dregið lokur frá hurðum og sleppt fljótinu á þessa sofnu mörk? Gróðurinn réttir mér heitan ilm og mótmælin farast í atlotunum. Þar stendur faðir minn við slátt en spörvar ganga í slóð hans dregna um engið. Handan við sjónbaug jórtrar steðji þar sem hann dengir ljá sinn, jórtrar fallin högg; rekkjóðir mömmu þorna í hánorður, og rödd hins Ókunna talar til mín af hæðum líkt og trjábolur er klofnar endilöngu myndar orð sem rífa hljóðhimnur. Þá fer að rigna. Haustið málar rautt og gult með vatnslitum, kötturinn breimar, afi kemur í heimsókn. Afi með silfurbúnum staf slær holan hljóm af jörðinni, hvítur í augum.