Svarti svanurinn

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1993

Phyllis A. Whitney: The Ebony Swan.

Úr Svarta svaninum:

Næst tók hún útskorinn svartan kassa upp úr koffortinu, varla meira en 20 sm á kant. En áður en hún náði að opna hann, stöðvaði Alex hana hvöss í bragði.
 „Nei! Láttu þetta niður aftur. Þetta er nokkuð sem ég vil aldrei augum líta framar!“ Alex gat næstum því heyrt hvernig hjartað barðist um við það eitt að sjá þennan kassa sem innihélt hlut sem hún afbar ekki að hugsa um.
 Tónninn í rödd hennar bauð ekki mótbárum heim og Susan setti kassann út í horn á botni koffortsins án þess að spyrja neins. Þess í stað seildist hún eftir einhverju umfangsmiklu sem var vafið inn í gamlan slopp. Þegar Alex sá hvað hún var með, sat hún grafkyrr og beið með spenntar greipar í keltu sér. Þetta þorði hún ekki að stöðva. Það var betra fyrir Susan að horfast í augu við það sem gerst hafði, heldur en að vera eilíflega hlíft við því.
 Susan tók þungan hlutinn upp úr koffortinu og vafði sloppnum utan af honum. Í ljós kom stór koparpottur sem var orðin gamall og blettóttur, en samt fallegur hlutur. Kannski man hún ekki neitt, hugsaði Alex. Örlögin yrðu að ráða því.
 En Susan mundi. Hryllingurinn á andliti hennar þegar hún horfði á pottinn staðfesti það.
 „Það var þetta sem drap mömmu! Hún rak höfuðið í þetta, þegar hún féll niður stigann.“

(80-81)