Sunnudagur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1970
Flokkur: 

Fyrsta skáldsaga Þráins.

Af bókarkápu:

Þetta er nútímasaga, sem gerist í Reykjavík og fjallar um óvenjulegt morð. Lýsing höfundar á sálarlífi morðingjans varpar hins vegar ljósi á vissa tegund tilfinninga og hugmyndalífs, sem er uggvænlega kunnuglegt á vorum dögum. Magnús Hlífar er heimspekilegur afneitari, sem lifir í heimi orða og afstrakt hugtaka í stað hugsunar og athafnar, unz innri tómleiki knýr hann til meiningarlauss ódæðisverks.
Vinur hans, blindur maður, segir söguna og hugarheimur hans er rammi hennar.

Úr Sunnudegi:

Það er sunnudagur og klukkan er að ganga tvö. Sunnudagar eru öðruvísi en venjulegir dagar. Á sunnudögum geri ég ekki neitt. Ég sit og hugsa. Stundum hugsa ég ekki um neitt sérstakt. Ég sit bara og hlusta á hljóðin, sem koma frá götunni, eða skarkalann í húsinu, og kannski hlusta ég á útvarpið.
Oftast er ég þó að hugsa um Magnús; vin minn, Magnús Hlífar. Núna er sunnudagur, og sennilega liggur hann uppíloft ofan á rúminu sínu og meltir; liggjandi þarna með með sígarettu í munninum, og blár reykurinn liðast værðarlega fyrir ofan hann, og stundum blæs hann frá sér hringjum.
Hann er ljóshærður og búlduleitur með rjóðar kinnar, útlimalangur og skrokkmikill. Og nú er hann lokaður inni á sunnudegi. Dyrnar á klefanum hans eru læstar, og það er vírnet fyrir glugganum.

(s. 9)