Sundur og saman

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1993
Flokkur: 


Um bókina:Sundur og saman er saga um ungmenni sem standa á krossgötum. Grunnskólanámið er að baki og framundan eru menntaskólaárin, spennandi og kvíðvænleg í senn. Ljúfsár ást lætur á sér kræla – en lífið er samt ekki eintómur leikur lengur.Birna er nýflutt til Reykjavíkur með pabba sínum og bróður. Skyldi strákurinn, sem hún var með á föstu fyrir norðan, verða hrifinn af annarri stelpu? Er einhver von til þess að pabbi hennar og mamma taki saman aftur?Heimir rekst á Birnu, í orðsins fyllstu merkingu, og verður besti vinur hennar. Rista tilfinningar hans dýpra eða beinast þær ef til vill í annan farveg?Hildur er með Heimi og Birnu í þremenningaklíkunni. Er eitthvað dularfullt við að hún skuli vera með vottorð í leikfimi? Og hvers vegna er hún alltaf kappklædd?Sundur og saman er bók sem lýsir veröld unglinganna, tilfinningum þeirra, vonum, þrám og uppátækjum á einstaklega skilningsríkan og nærfærinn hátt.