Strá

strá
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2019
Flokkur: 

Um bókina

Fullorðin kona mætir velvild ókunnugra á Gefins, allt gefins, ungur maður mótmælir einn uppi á heiði og afgreiðslukona í plötubúð losar sig úr þröngum þægindahring.

Birnir Jón Sigurðsson bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir 2019. Í smásagnasafninu STRÁ ferðast lesendur um brothætta náttúru landsins, soga til sín kraft úr rakri moldinni og finna fyrir ákafri löngun til að snerta aðra manneskju.