Stormur

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2003
Flokkur: 

Stormur er ný skáldsaga eftir Einar Kárason. Hún segir frá Eyvindi Jónssyni Stormi, sagnamanni. Að honum safnast drykkjumenn, hippar, bissnessmenn, bókaútgefendur, landeyður og íslenskir námsmenn erlendis. Fyrir eina jólavertíðina vantar bókaforlag litríkan höfund og vinunum verður hugsað til Storms.

Úr Stormi:

Ég man að hugmyndin kom upp úr því menn voru eitthvað að ræða það á ritstjórnarfundi á forlaginu hvað það gæti verið sniðugt að láta hreinlega búa til verk, skáldsögur og þessháttar, í stað þess að sitja bara eins og dæmdir menn og bíða eftir því að hvað bærist inn á borð ritstjóranna. Af hverju erum við ofurseldir duttlungum allskyns misviturra skáldfugla; allskyns rugludalla og letihauga, ha, og svo er þetta gjarnan drykkfellt í ofanálag?
 Af hverju, sagði einn af ritstjórunum, getum við ekki bara ákveðið að við viljum fá eina svona bók fyrir haustið - til dæmis tvær sögulegar skáldsögur, ha?, þrjár glæpasögur, eina nútímasögu, eina unglingabók, eina sem er sérstaklega skrifuð fyrir, segjum, húsmæður, og svo kannski eina ljóðabók!

(s. 13)