Stelpur í stressi

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1998

Jaqueline Wilson: Girls Under Pressure.

Úr Stelpum í stressi:

Það er hins vegar miklu erfiðara þegar Magda og Nadine bjóða mér mat. Magda tróð upp á mig heilli sneið af hnetubökunni hennar mömmu sinnar í frímíútunum og áður en ég náða að menga hana með hugsunum mínum var ég búin að borða hana upp til agna. Dísætt og rakt maukið rann niður í maga á örfáum sekúndum. Það var svo gott að ég táraðist. Ég er búin að svelta heilu hungri í marga daga og það var svo dásamlegt að sefa aðeins sárustu svengdarverkina í maganum – en um leið og ég er búin að renna þessu niður og stend eftir með klístraðar varir og mylsnu á fingrunum fyllist ég skelfingu.
Hvað voru þetta margar kaloríur? 300? 400? Kannski 500? Allt þetta síróp, allt þetta smjör, allar þessar þrælfitandi pekanhnetur.
Ég segist þurfa á klósettið en Magda og Nadine koma með og ég get ekki troðið fingrunum ofan í kok og ælt þessu upp út mér, því þær myndu heyra til mín.


(s. 45)