Stelpan sem var hrædd við dýr

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1994
Flokkur: 

Olga Bergmann myndskreytti.

Úr Stelpan sem var hrædd við dýr:

- Af hverju ertu að gráta? Spurði lambið.
- Ég er svo hrædd við þig, sagði Ásta.
- Hvaða vitleysa, sagði lambið og hristi á sér hausinn. Það getur enginn verið hræddur við lítið lamb. Heldurðu kannski að ég bíti þig, bjáninn þinn? Veistu ekki að lömbin bíta bara gras?
- Ég er samt hrædd við þig, sagði Ásta. Svo er ég líka týnd, ég veit ekkert hvar mamma og pabbi eru.
- Það var nú verra, sagði lambið. Ekki veit ég hvernig við getum fundið þau. En veistu hvað, ég skal kalla á vin minni sem heitir Lappi. Lappi er vitur hundur. Hann getur fundið hvað sem er.
 Ástu fannst að hundur hlyti að vera helmingi skelfilegri en lamb og hún sagði: - Nei, ekki kalla á hann!