Steinn með gati

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2005
Flokkur: 

Barnabókin The Seeing Stone eftir Tony DiTerlizzi og Holly Black. Önnur bókin í ritröðinni Spiderwick sögurnar.

Úr Steini með gati:

Síðdegisrútan skildi Jared Grace eftir neðst í götunni. Þaðan var leiðin upp í móti að niðurnídda, gamla húsinu þar sem fjölskylda hans skyldi búa þangað til mömmu hans tækist að finna eitthvað betra, eða að gamla og elliæra frænkan vildi fá það fyrir sig. Rautt og gult laufið á grainasíðum trjánum við hliðið jók enn á ömurleik grárra þakskífnanna. Staðurinn leit eins illa út og Jaret leið.

Hann gat varla trúað því að hann hafði þegar verið látinn sitja eftir í skólanum.

Það var ekki þannig að hann reyndi ekki að láta sér lynda við hina krakkana. Hann var bara ekki góður til þess. Til dæmis í dag. Vissulega hafði hann verið að teikna búálf meðan kennarinn var að tala, en hann tók alveg eftir. Svona næstum. Og svo þurfti hún ekki að sýna öllum bekknum teikninguna hans. Og eftir það fóru allir krakkarnir að stríða honum. Áður en hann vissi af því hafði hann rifið stílabók eins stráksins í tvennt.

Hann hafði vonað að það yrði betra í þessum skóla. En síðan foreldrar hans skildu var allt sem var vont orðið enn verra.

(1-2)