Splunkunýr dagur

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1973
Flokkur: 

Úr Splunkunýr dagur:

j

líf borgarans hefur verið svipt ævintýrunum
og augnaráð fólksins eru slökkt
heimurinn er malbikað landabréf
sjórinn þúsundfalt klóakk
jörðin sprungin sorptunna
andrúmsloftið hlutabréf
veruleikanum skipt í austur og vestur
en raunveruleiki þinn látinn liggja á milli hluta

draumar okkar eru í sjónvarpinu
draumar okkar eru í bíó
draumar okkar eru í framköllun

(s. 73)