Spjótalög á spegil

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1982
Flokkur: 

Úr Spjótalög á spegil:

Líf I

Við köstum okkur
í ævinnar sollna flaum
eltandi tímans veltihjól
sem ráðum og rökum sundra;
sofnum hrygg,
deyjum í ókunnan draum
og rísum upp í regni og sól
endurborin til undra.

Líf II

Friðsama haustlauf
sem felur þig af ótta við storminn
en gælir við goluna
veiztu
veiztu hvaðan hvessir