Spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1990
Flokkur: 

Úr Spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl:

ÓNEFNT - EN SAMT TILEINKAÐ
BLEKFISKINUM VINI MÍNUM.

Eitt sinn varstu staddur
í grunnum sjó og fótaðir þig
áfram. Utar. Dýpra.

Fyrst tók sjórinn í hné,
þá mitti -
og nú nær hann undir hendur.

Og það dýpkar;
bráðum missir þú botns
og neyðist til að synda.

Framundan er
blekhafið og stjörnuhiminninn.

(s. 40)