Söngurinn um sjálfan mig

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1994


Ljóð eftir Walt Whitman. Sigurður A. Magnússon þýðir og ritar formála.

Úr Söngnum um sjálfan mig:

1

Ég vegsama sjálfan mig,
Og það sem ég tel víst skalt þú telja víst,
Því sérhver öreind í mér tilheyrir einnig þér.

Ég gaufa og geri sálu minni heimboð,
Ég ligg og gaufa í makindum, gaumgæfi strá sumarsins.

Tunga mín, hver öreind blóðs, mörkuð þessari mold, þessu lofti,
Alinn af foreldrum sem aldir voru af foreldrum og þeir af öðrum
foreldrum,
Hefst ég nú handa þrjátíuogníu ára gamall við hestaheilsu
Og vona að létta ekki fyrren á banadægri.

Kreddur og stefnur óútkljáðar,
Hverfa um sinn í skuggann sáttar við sitt, en gleymast aldrei,
Til góðs eða ills rúma ég náttúruna
Og læt hana tala hömlulaust með frumstæðum krafti.

(s. 17)