Sól í Norðurmýri

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1993

Uppvaxtarsaga Magnúsar Þórs Jónssonar eða Megasar.

Úr Sól í Norðurmýri:

Einar bróðir hans þriggja ára hrekkur við þegar píslin fæðist. Genaprógrammið mikla sem stjörnuspekingar geta teiknað upp gerði sjálfsagt ráð fyrir því að Einar gengi í gegnum slíka krísu þriggja ára. Genin ákváðu að raðast þannig í Einar við getnað að hann brygðist við lífinu með gáfum. Genin sjá í gegnum tíma og rúm og hlæja hátt að útskýringum.
Píslarbróðirinn er með límheila, hann man allt sem hann heyrir og les án teljandi fyrirhafnar. Píslin er allt öðruvísi. Hann er svo hallur undir draumferðalög. Jafnvel í miðri setningu kennarans, eða einhvers sem talar, heyrir hann það sem kveikir í honum og leggur þegar af stað. Hann heyrir ógjarnan það sem fólk segir - nema hálfa leið.

s. 45.