Sögur, leikrit, ljóð

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1987

Úrval verka eftir Samuel Beckett.

Úr Sögum, leikritum, ljóðum:

Enueg II

veröld veröld veröld
og andlitið grafþungt
ský uppi á kvöldinu

de morituris nihil nisi

og andlitið molnar feimnislega
of seint til að myrkva himininn
roðnar burt út í kvöldið
hryllir sig burt eins og afglöp

veronica mundi
veronica mundi
snýtið oss strax í Jesúnafni

sveitist sem Júdas
leiður á dauða
leiður á löggum
fætur í mauki
löðrandi í svita
hjartað í mauki
reyki fleiri aldin
gamla hjartað gamla hjartað
brestur fjarri mannfundum
doch skaltu vita
liggur á O'Connellbrú

gónir á graslauka kvöldsins
laukana grænu
sem skína fyrir hornið eins og miltisbrandur
sem skína á prammana frá Guinness

það sem undir býr andlitið
of seint til að bregða ljósi á himininn
doch doch skaltu vita

(280-1)