Snorri á Húsafelli: saga frá 18. öld

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989

Um Snorra Björnsson á Húsafelli, f. 1710.

Úr Sorra á Húsafelli:

Land hjarð- og fiskveiðimanna. Torf- og grjótuhús, seglskip, fuglar, fiskur, fólk og spendýr. Kropið fyrir nýjum kóngi. Fólk hrynur úr hungri og bólu.

Landið hefur lítið breyst síðan þá. Seinni tíma menn geta séð það fyrir sér með því að þurrka út í huganum vegi, brýr, hús, bryggjur, virkjanir og mæðiveikigirðingar og setja torfhúsaþyrpingar á bæjarstæði og mýrafláka í stað túna. Fálkar, ernir og hvalir eru fleiri en nú. Skógar eru töluvert stærri og fjöll og afréttarlönd minna uppblásin. Troðningar liggja um víðáttuna og með ströndum fram og segja sögu um hvernig menn og dýr hrærast á þessu landi. Skip landsmanna sem þeir kalla svo - sexróin eða meira - og bátar, liggja í vörum við sjóin.

S. 19.