Snöggfærðar sýnir

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1995
Flokkur: 

Úr Snöggfærðum sýnum:

Rúmið okkar

Rúmið okkar stóð úti í garði
garðurinn óx
óx

ég fann þig ekki lengur
í þessu stóra rúmi
garðsins

það var sem rynni móða milli okkar

og fugl settist blár
á útsaumaðar sængur
undir himni
sem eitt sinn var okkar beggja

og sjórinn

(s. 29)