Smásögur

Höfundur: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1956


Faulkner, William. Smásögur


Úr Smásögum:

“Einmitt það,” sagði hann. “Þið ætlið að sitja þarna og láta svartan fant nauðga hvítri konu á götunum í Jefferson.”
Butch spratt á fætur öðru sinni. Skyrtusilkið lá slétt á þreknum öxlum hans. Dökkir hálfmánar blettuðu handarkrikana. “Þetta hefi ég verið að segja þeim. Þetta er -.”
“Átti það sér nú stað?” spurði hinn þriðji. “Þetta er ekki alveg í fyrsta sinn, sem hún hefur fengið karlmannsskrekk, eins og Hawkshaw var að segja. Flaug ekki fyrir, að það hefði verið karlmaður uppi á eldhúsþakinu hjá henni einhvern tíma í fyrra að horfa á hana hátta?”
“Ha,” sagði umboðssalinn, “hvað?” Rakarinn hafði þrýst honum með hægð niður í stólinn; nú staðnæmdist hann hálfflatur og sperrti hálsinn, en rakarinn lagðist á hann eftir sem áður.
McLendon vatt sér að þeim, er síðast hafði talað:
“Átt sér stað. Má það ekki djöfulinn einu gilda? Ætlarðu að láta þá svörtu komast upp með þetta, þangað til einhver þeirra kemur því í verk.”
(s. 4-5)