Slitförin

Slitförin, Fríða Ísberg
Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2017
Flokkur: 

um bókina

"Slitförin er safn ljóða sem fjalla á ágengan hátt um togstreituna við að brjótast undan áhrifavöldum bernskunnar og finna leiðina að eigin sjálfi. Leiðarstef verksins er sársaukinn sem sprettur úr nístandi sorg milli barns og foreldris. Ljóðin taka pláss, sýna afstöðu og grípa lesendur föstum tökum."
— úr umsögn bókmenntaráðgjafa Miðstöðvar Íslenskra bókmennta við afhendingu Nýræktarstyrks 2017.

 

úr bókinni

 

SLITFÖRIN
héðan
segir hún og bendir

þú komst
út úr maganum á mér

áherslurnar hristast í
höndunum

nei
segir þú

ég fór þaðan

(s. 24)