Skyldu þeir róa í dag? : Ævisaga Tómasar Þorvaldssonar II

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1987

Af bókarkápu:

Tómas Þorvaldsson hefur lifað viðburðaríka ævi á merkilegum umbrotatímum í sögu lands og þjóðar - og hvoru tveggja er vel lýst í minningum hans. Fyrra bindi þeirra, sem hét Byggð bernsku minnar, kom út fyrir síðustu jól og hlaut góða dóma. Þessi bók hefst á hernámsárunum, þegar setuliðsvinnan var í algleymingi og lítið sem ekkert róið á Suðurnesjum. Síðan tekur við ýtarleg frásögn af óvenju farsælu og hetjulegu starfi björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, en Tómas var formaður hennar í 30 ár. Sagt er á eftirminnilegan og áhrifaríkan hátt frá Clam-strandinu fræga og fleiri skipsköðum. Árið 1953 gerist Tómas umsvifamikill útgerðamaður og er síðan um árabil einn af forystumönnum fiskframleiðenda og útvegsmanna. ,,Ég er nú að nokkru lagstur til hlés, segir hann. ,,Enn er þó hugurinn sem fyrr bundinn sjónum, og á hverjum morgni vakna ég með sömu spurninguna á vörum: Hvernig er veðrið? Skyldu þeir róa í dag?