Skuggaljóð

Skuggaljóð
Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Wales
Ár: 
1998
Flokkur: 

Úr bókinni

Á milli hafs og himins

hafið
grænna í hugans skini
himinninn fjarri og okkar
á milli í öllu sem er

snerting
engin og ekkert sem lifir
ég veit að nóttin á
þúsund fylgsni í þér

landið
mynd sem geymir árför
og aldrei mun kveðast
niður af logum hafsins er

sálin
holdgast bak við sól og myrkur
þar sem hið mikla djúp
allar gjörðir veit og sér