Skordýraþjónusta Málfríðar

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1995
Flokkur: 

Myndir: höfundur.

Úr Skordýraþjónustu Málfríðar:

„Viðbúin, tilbúin. . .NÚ!“ Og Málfríður rekur framan í flóknu konuna RISASTÓRA og ÓGEÐSLEGA kónguló, loðna og illilega. Konan öskrar, skelfingu lostin.
 „HJÁÁÁLP!“ Hárið á henni stendur stíft út í loftið og greiður og burstar, teygjur og spennur þeytast í allar áttir.
 „Þetta er nóg,“ segir Málfríður þá og fer aftur með kóngulóna út á bílpallinn.
 „Það tókst! Hárið er orðið slétt!“ æpir Kuggur upp yfir sig. Konan er titrandi og skjálfandi eftir áfallið en loks lítur hún vantrúuð í spegilinn sinn. Og viti menn. Þetta er rétt. Hárið á henni er orðið rennislétt og flókalaust!
 Konan verður himinlifandi, rekur Málfríði rembingskoss og borgar henni fyrir þjónustuna.