Sjúklega súr saga

Sjúklega súr saga
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2018
Flokkur: 

um bókina

Eru foreldrar þínir sítuðandi um „þessa nútímaunglinga“? Og er amma þín alltaf eitthvað að þvaðra um að allt hafi verið betra í gamla daga?
Þá er þetta bókin fyrir þig.

Þau hafa nefninlega kolrangt fyrir sér. Sjúklega súr saga leiðir þig í allan sannleika um af hverju og fær þér í hendur öll þau svör sem þú þarft til að gera þau kirfilega kjaftstopp.

Hér má lesa allt um:
MYGLAÐAR MIÐALDIR
STURLAÐA STURLUNGA
ÓÐA ÚTRÁSARVÍKINGA
ÓHLÝÐNA BISKUPA
BLINDFULLA EMBÆTTISMENN
ROPANDI YNGISMEYJAR
TÍMAFLAKKANDI SAGNFRÆÐINGA
DREPSÓTTIR, HÝÐINGAR OG HRUN
… og ýmislegt fleira súrara en góðu hófi gegnir.

Gættu þess bara að fela bókina vandlega að lestri loknum til þess að foreldrar þínir komist ekki með klærnar í hana. Þau eru nefninlega vís með að vilja skemmta sér yfir henni líka.