Sigurbjörn biskup: Ævi og starf

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1988

Af bókarkápu:

Sigurbjörn Einarsson biskup á að baki sér fjölþættan og með köflum svipvindasaman lífsferil sem er val lagaður fyrir fróðlega og tilþrifamikla ævilýsingu. Þessi bók bregður upp fjölda eftirminnilegra mynda með langri og litríkri lífssögu, allt frá kröppum kjörum bernskuáranna í Meðallandi, til erfiðra námsára í Reykjavík og Uppsölum, prestskaparára á Skógarströnd og í Reykjavík, kennsluára við Háskóla Íslands og langs embættisferils á biskupsstóli. Inn í þá fjölskrúðugu sögu fléttast þættir úr þjóðvarnarbaráttunni á fimmta áratug aldarinnar og baráttunni fyrir endurresin Skálholts á sjötta áratugnum. Eins og gefur að skilja er einnig komið inn á guðfræðileg viðhorf Sigurbjörns og kynni hans við ýmsa helstu guðfræðinga aldarinnar.

Sigurður A. Magnússon rithöfundur hefur haft náin kynni af Sigurbirni frá unglingsárum og fylgst með honum í gegnum tíðina. Hefur hann samið þessa bók eftir samtölum við Sigurbjörn og jafnframt eftir prentuðum heimildum. Dregur hann upp ákaflega ljósa og blæbrigðaríka mynd af Sigurbirni í þeim margvíslegu hlutverkum sem hann hefur gegnt og bregður um leið birtu yfir marga málsmetandi samferðamenn hans.