Sara

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1991
Flokkur: 
Úr Söru:
 - Vinnur mamma þín lengi?
- Það er dálítið misjafnt, hún er stundum á vöktum og þá vinnur hún fram á kvöld.
- Er hún ennþá með manninum?
- Já, sagði Sara dauflega og leit niður.
- Ertu fúl út af því?
- Æ, ég veit það ekki, sagði hún og ýtti við sófaborðinu með fætinum svo það færðist til. Mamma lítur varla upp úr Loga og pabbi er ekki viðræðuhæfur nema haldandi í höndina á Klöru.
- Gaf hann þér ekki peninga fyir nýrri úlpu um daginn?
- Jú, átti ég að drepast úr kulda eða hvað?
- Einhver hefði sagt að þú gætir bara gengið í þeirri gömlu áfram.
- Huh . . .
- Og mamma þín, hún kemur alltaf heim eftir vinnu og eldar alltaf mat er það ekki?
- Auðvitað, svaraði Sara hneyksluð, hvað ertu að tala um, eins og það sé eitthvað sérstakt? Allir þurfa að borða og þá verður að elda.
- Það eru sko ekki allir sem elda mat. Mamma mín er að vinna hjá Félagsmálastofnun og hún hefur sagt mér að fjöldi barna allt í kringum okkur borði bara pakkamat, súrmjólk, jógúrt og poppkorn.
- Ég trúi þessu ekki.
- Þetta er alveg satt. Sum fá bara peninga og þeim er sagt að fara út og kaupa sér jógúrt eða skyr.
- Fáránlegt.
- En satt.
- Það var ekkert svoleiðis heima hjá okkur.
- Veistu . . ., ég held að flestum sem skilja sé búið að líða illa alveg ferlega lengi og því sé skilnaðurinn léttir og að svoleiðis hafi það verið heima hjá þér.
- Af hverju var mér ekkert sagt?
- Það er svo oft verið að hlífa einhverjum við leiðindum.
- Oh, ég fatta þetta ekki, sagði Sara mæðulega.

(s. 132-133)