Sagan af furðufugli

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2002
Flokkur: 

Af bókarkápu:

Hvað er það sem gerir furðufuglinn svona furðulegan? Er það goggurinn, fæturnir eða stélið? Hausinn eða kannski augun? Nú er um að gera að fylgjast vel með, því fyrr en varir gerast undur og stórmerki. Frásögn í máli og myndum eftir tvo furðufugla, þá Sjón og Daða Guðbjörnsson.

Úr Sögunni af furðufugli:

Hann var furðulegur fugl og þau kölluðu hann furðufugl. Hvar sem hann sást sagði fólk: Þetta er sko furðulegur fugl. Hrein og beinn furðufugl. Og hvað skyldi hafa verið svona furðulegt við þennan fugl?