Runukrossar

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2010
Flokkur: 

Úr Runukrossum:

Umar gekk inn um dyrnr sem ætlaðar voru körlum. Bak við afgreiðsluborðið sat gildur maður með hárkraga umhverfis skalla. Hann leit upp frá tölvusíðu sem hann var með í höndunum. Umar hafði þröngt sjónarhorn, en sá þó að á skjánum var teiknimynd.
,,Múslimi eða kristinn? spurði maðurinn þurrlega, eins og verið væri að ónáða hann frá teiknimyndinni.
,,Hvað sýnist þér? Umar horfði brosandi niður á línserkinn sinn. Svona klæddist enginn kristinn maður.
,,Menn geta klæðst eins og þeim sýnist. Mðurinn benti á fingrafaranemann á borðinu. Umar lagði flatan lófann á hann og óðara birtist græna ljósið í borðinu.
,,Ég sagði þér það, sagði Umar sigri hrósandi.
,,Reglur eru reglur, svaraði digri maðurinn um leið og hann ýtti á rofa til að hleypa Umari inn án endurgjalds. Járnstöngin í gættinni að búningsherbergjum múslima lyftist með ískri. ,,Menn geta klætt sig eins og þeim sýnist.
Umari var skemmt yfir þessu önuglyndi og sendi afgreiðslumanninum bros áður en hann hvarf til búningsherbergjanna. Fátt baðgesta var í búningsherbergjunum. Umar fann lausan klefa, opnaði hann með fingrafarinu, afklæddist, skildi bænaperlurnar eftir í fataskápnum og hélt í sturturnar. Í steypibaðinu hugsaði hann til þess að í rauninni væri eftirlitið frammi óþarft; hér inni mátti á svipstundu koma auga á hvort menn væru umskornir eða ekki. Svo fremi sem Gyðingar gerðust ekki of tíðförulir hér á hjara veraldar. Þeir voru víkjandi trúflokkur hvort eð var. Öll trúarbrögð voru víkjandi önnur en Islam.
Eftir rækilegan þvott hélt Umar út í laugina. Slangur manna buslaði þar, en þó var ekki krökkt. Mest bar á stálpuðum drengjum sem ærsluðust og slógust um bolta með tilheyrandi gusugangi. Umar synti af kappi tuttugu ferðir þvert yfir laugina og kastaði mæðinni við laugarbakkann áuðr en hann hóf sig upp úr vatninu. Hann hélt áleiðis að heitum potti, vatnsslóðinn lak af honum, en sólin vermdi kroppinn. Fáeinir menn móktu í pottinum, en Umar þekkti engan þeirra. Er hann sté niður í heitt vatnið fann hann varmann stíga upp, fyrst í kálfa, þá hné, síðan læri og loks mitti. Hann óð afsakandi og löturhægt fram hjá mönnunum, sem drógu að sér fæturna til að hleypa honum hjá, og fanns ér set innst. Þar settist hann og fann hitann streyma inn í allan líkamann. Tveir mannanna í pottinum muldruðu eitthvað um sín mál í hálfum hljóðum. Handan við háan steinvegginn heyrðust skærar raddir úr laug kvennanna. Skvamp og skvettir bárust einni g frá leikglöðu drengjunum. Umar sveigði höfuðið aftur og dýfði rauðum lubbanum í vatnið. Djöritúi metra yfir höfði gnæfði háhnúður glerhvolfsins, en inn um það streymdi sólarbirtan, hlý og alltumfaðmandi. Hvílíkur dýrðarmorgunn!

(bls. 45-6)