Rokland

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2005
Flokkur: 

Úr bókinni:

„Þetta var líklega það erfiðasta sem Böddi hafði tekist á við um dagana: Að ýta á undan sér barnavagni í gegnum bæinn. Litli anginn vanginn fanginn lá sofandi í gömlum dúandi drossíuvagni af amerískri gerð: Silver Cross. Hann fór sofandi í gegnum þetta sálarstríð sem faðir hans háði við heimabæinn sinn og var að mestu ímyndun ein. Auðvitað vissi allur bærinn að hann hafði barnað Döggu skóla. En það var fjáranum erfiðara fyrir Bödda að rúlla þeirri staðreynd framhjá eldhúsgluggum staðarins. Honum fannst húsin góna á sig glerjuðum augum; að hver einasti bíll sem drattaðist framhjá væri fullur af augum, að jafnvel trén væru alsett augum sem störðu á hann, mörg saman í klösum eins og glansandi ber.´

Óneitanlega var örlítið fyndið að sjá „byltingarmanninn“ arka um bæinn með barnavagn. Sú skondna mynd kveikti að sjálfsögðu glott á bakvið gardínur. Hitt vissi Böddi hinsvegar ekki; að fátt var betur fallið til að milda ímynd hans í augum bæjarbúa en þessi gamli grái hálfryðgaði barnavagn. Enginn gat verið á móri karlmanni með kornabarn. Þjóðfélagið var ekki komið lengra í jafnréttinu en svo að hinn einstæði faðir vakti aðdáun og samúð fyrir að sýna sig með barnið sitt á framfæri.“

(s. 218)

Rokland var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.