Robert Kennedy : Ævisaga

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1969

Af bókarkápu:

Höfundur þessarar bókar er Gylfi Gröndal, fæddur í Reykjavík 17. apríl 1936. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1957, hóf nám í íslenzkum fræðum við Háskóla Íslands, en hætti því og gerðist blaðamaður. Hann hefur nú stundað blaðamennsku um tíu ára skeið. Fyrst var hann blaðamaður við Alþýðublaðið, síðan ristjóri Fálkans í fjögur ár og þá ritstjóri Alþýðublaðsins í þrjú ár. Gylfi Gröndal hefur undanfarin ár haft veg og vanda af útgáfu tímaritsins Úrvals, og er nú einnig ritstjóri Vikunnar.
Þegar Robert Kennedy var myrtur í júnímánuði 1968, stóð hann nær takmarki sínu en nokkru sinni fyrr. Hann stefndi markvisst að því að verða forseti Bandaríkjanna, ekki aðeins til að feta í fótspor bróður síns og rétt hlut hans, heldur fyrst og fremst til að gera hugsjónir nýrrar aldar að veruleika. Í þessari bók er rakin saga Roberts og hinnar óvenjulegu Kennedy-fjölskyldu, sem hófst af eigin rammleik til auðs og æðstu metorða með þjóð sinni. Þetta er saga um þrotlausa baráttu Kennedy-bræðra fyrir friði og rétlæti, sem lauk með skelfilegum örlögum þeirra beggja. Hér er lýst þeim atburðum, sem dýpst hafa snortið íbúa heimsins á vorum dögum. Í bókinni er einnig fjöldi mynda.