Risavandi

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2008
Flokkur: 

Tony DiTerlizzi og Holly Black: A Giant Problem.

Önnur bókin í flokknum Eftir Spiderwick sögurnar.

Úr Risavandamáli:

Þótt tunglið væri hátt á lofti og ein og ein elding leiftraði þá var draugalegt að fara um skógarfenin í myrkri. Öðru hverju óð Nikki í leðju eða hann reif sig á grein sem hann sá ekki.

Noseeum Jack virtist ekki eiga í neinum vandræðum með að komast áfram, það var eins og hann þekkti umhverfið svo vel að hann þyrfti ekki augnanna við til að sjá leiðina. Og kannski var í reynd auðveldara fyrir hann að vera á ferli á nóttinni þegar allir aðrir sáu eins illa og hann.

Þrumurnar urðu háværari þar sem þau gengu í kjarrinu, stundum voru þær svo háværar að jörðin skalf.

,,Kannski ættum við að snúa við, sagði Nikki. ,,Það er aftur að gera rok.

Jack hnussaði. ,,Þetta er ekkert rok.

Í því hann sagði það hlunkaðist eitthvað á jörðina í rjóðri fyrir framan hann. Nikki hljóp á hljóðið en stakk við fótum gapandi af undrun, í leðjunni sá hann tvo risa í áflogum.

Það var eins og tvær hæðir risu upp og skyllu saman, eins og að sjá jarðskjálfta í sló mósjón. Rætur og mold hrundu af breiðum bökunum, hnefarnir skullu saman eins og stórgrýti. Annar þeirra gapti með firnavíðu gini og Nikka sýndist glitta í dökkar fílstennur og ljósrauða tungu, sem var eina merki þess að þeir hefðu hold í líkamanum.

Leðja spýttist á nálæg tré og börkur þeirra huldist þykkri og slepjulegri for.

,,Sko, sagði Jack. ,,Hvað segið þið um þetta?

(21-3)