Réttu mér fána

Höfundur: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1968
Flokkur: 

Úr réttu mér fána:

Í skóginum

Gef þér ekki
tómleikann
því í skóginum
er ýmislegt á ferli

þar er úlfurinn
þar er rauðhetta
þar er amma

víst ertu ei
hinn markvissi
veiðimaður
með byssuna góðu
en hið mikla svið
skógurinn sjálfur
vaxinn í líf þitt
er allténd
ævi þinnar virði