Rennur upp um nótt

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Akranes
Ár: 
2009
Flokkur: 

Úr Rennur upp um nótt:

Skáld-pabbi

Þegar kvöldar
fer pabbi út að veiða ljóð.

Vopnaður brúnni, örsmárri skrifbók
og þremur kúlupennum
hverfur hann sjónum okkar
og leysist upp í appelsínurautt sólarlagið.

Vonandi veruðr hann heppinn núna
ogk emur heim með mörg og bústin ljóð,
tryggilega fest á pappírinn ...

Já, vonandi ekki eins og einu sinni
þegar veiðihugurinn gerði hann svo trylltan
að hann orti sig í fótinn

- þótt sá fótur yrði reyndar
söluhæsti fóturinn þau jólin.

(70)


Rakel í Södertälje

Á morgun er sunnudagur og þá ætla ég að hringja
í Pétur, mæla mér mót við hann og við teflum tvær
þrjár skákir, líklega á Grand Rokk, yfir bjór eða kaffibolla
og ég spyr nánar út í það hvort hann vilji leigja
mér aðgang að íbúðinni sinni í Stokkhólmi, eða hvort
hann hafi ekkert meint með þessu sem hann sagði um
daginn. En játi hann, hef ég yfir tveimur gröfum að ráða:
Rykugu kytrunni hér á Laugaveginum og herbergi í
höfuðborg Svíþjóðar – tveimur gröfum þar sem ég get
veslast upp og lokið síðasta hluta lífsins, sitt á hvað -
nema þetta verði til þess að ég lifni við á síðasta
sprettinum og verði jafnvel ástfanginn (af ljóshærðri
sænskri tjej) og þess umkominn að elska loksins af
sannri óeigingirni – að elska af sannri óeigingirni í
fyrsta sinn í lífinu. Fyrir mann eins og mig er það
sérstök ögrun, og hver veit: Kannski enda ég
hamingjusamur með einhverri Rakel í Södertälje?

(55)