Meðhöfundur: Valdís Óskarsdóttir.
Úr Rauða svifnökkvanum:
Við skreppum inní skóbúð
kaupum eitt par af hverju:
traustum skóm
támjóum skóm
fyndnum skóm
og hlaupaskóm.
Við göngum um götur
og leitum uppi fólk
sem vill þiggja skóna.
Það er alltaf gaman
að kynnast:
traustu fólki
támjóu fólki
fyndnu fólki
og hlaupurum.
(s. 33)