Ljóðaúrval eftir William Carlos William í þýðingu Árna Ibsens sem einnig ritar inngang.
Úr Rauðum hjólbörum:
Bóndinn
Bóndinn í þungum þönkum
þrammar gegnum regn
um blanka akra, með
hendur í vösum,
en í höfði hans
er þegar sáð til uppskeru.
Kaldur vindur gárar vatnið
hjá gulnuðum grösum.
Hvert sem litið verður
veltir heimurinn sér af kulda undan:
blökk aldintré,
dökk undir marsmánaðarskýjum -
svigrúm til pælinga.
Neðan við kjarrið
sem ýfist meðfram
regngljúpum vagnslóða
glittir í listamannsmynd
bóndans - skapandi
- mótstöðumann.
(48)